Á sama tíma og nýtt tölvukerfi Golfsambandsins, Golfbox, hefur verið tekið í notkun hafa einnig verið gerðar lítillegar breytingar á bókunarreglum félagsins.
Félagsmenn hafa nú ávallt 4 daga bókunarfyrirvara og verður hægt að bóka allan daginn í stað þess að deginum sé skipt upp eins og áður. Opnað er fyrir rástímaskráningar kl. 22:00 kvöldið fyrir fyrsta bókunardag, sem dæmi: sunnudag kl. 22:00 opnar fyrir skáningar frá mánudagsmorgni til fimmtudagskvölds, á mánudegi opnar svo föstudagurinn og þannig koll af kolli. Morguntímar verða áfram í boði frá kl. 07-08 þar sem tveir geta skráð sig með 8 mínútna millibili og gildir sami fyrirvari um bókanir í þá rástíma.
Rástímar verða eftirfarandi í kerfinu:
Grafarholt | (kl. 7-8) |
Grafarholt | (kl. 8-22) |
Korpa 18 holur | (kl. 7-8) |
Korpa 18 holur | (kl. 8-22) |
Korpa 9 holur | (kl. 7-22) |
Okkur þykir ánægjulegt að sjá hve margir af okkar félagsmönnum eru þegar búnir að stofna sér aðgang í Golfbox kerfið og farnir að nota. Starfsfólk klúbbsins er alltaf tilbúið að aðstoða ef einhver vandræði koma upp.
Hlökkum til komandi golfsumars,
Stjórn og starfsfólk Golfklúbbs Reykjavíkur