Á miðvikudag hefst leikur í fjögurra daga keppni Meistaramóts GR, það eru 1. flokkur karla og kvenna, 2. flokkur karla og kvenna og meistaraflokkar sem hefja leik þann dag. Rástímar hafa nú verið birtir á golf.is en keppendur leika á sama rástíma og í sömu hollum fyrstu tvo dagana, miðvikudag og fimmtudag.
Meistaraflokkur karla og kvenna ásamt 2. flokki karla og kvenna munu hefja leik á Grafarholtsvelli og er upplýsingar um rástíma þeirra að finna undir „Meistaramót GR 2018 – 4 dagar Mfl.kk&kvk & 2.fl.kk&kvk“
Á Korpúlfsstaðarvelli mun 1. flokkur karla og kvenna leika fyrstu tvo dagana en seinni tvo á Grafarholtsvelli og er rástíma þeirra að finna undir „Meistaramót GR 2018 - 4 dagar 1.flokkur kk&kvk“
Upplýsingar um rástíma og stöðu í mótinu er að finna undir rástímar og núverandi staða. Passa þarf að velja réttan dag og hring þegar rástímar eru skoðaðir.
Við óskum keppendum öllum góðs gengis í mótinu
Golfklúbbur Reykjavíkur