Rástímar morgundagsins og fyrstu rástímar í fjögurra daga keppni birtir á golf.is

Rástímar morgundagsins og fyrstu rástímar í fjögurra daga keppni birtir á golf.is

Rástímar fyrir annan dag í þriggja daga keppni Meistaramóts hafa nú verið birtir á golf.is, einnig er búið að birta rástíma miðvikudags á golf.is og má upplýsingar um það finna hér fyrir neðan.

Á Korpunni á morgun leika 3.fl. karla, 4.fl. karla og 5.fl. karla, 3.fl. kvenna, 4.fl. kvenna og 70+ karlar og konur. Rástíma fyrir þessa flokka er að finna undir „Meistaramót GR 2019 – 3 dagar Holtið-Korpa-Korpa“

Í Grafarholti leika svo þeir flokkar sem hófu leik á Korpu í dag, allir barna- og unglingaflokkar, forgjafarflokkar 10,5-20,4 og 20,5-54 í 50+ karla og forgjafarflokkar 16,5-26,4 og 26,5-54 í 50+ kvenna. Rástíma fyrir þessa flokka er að finna undir „Meistaramót GR 2019 – 3 dagar Korpa-Holtið-Holtið“

Rástímar miðvikudag & fimmtudag
Á miðvikudag hefst leikur í fjögurra daga keppni og hafa rástímar verið birtir á golf.is Það eru 1. flokkur karla og kvenna, 2. flokkur karla og kvenna og meistaraflokkar sem hefja leik á miðvikudag. Athygli er vakin á því að keppendur í þessum flokkum leika á sama rástíma og í sömu hollum fyrstu tvo dagana, miðvikudag og fimmtudag.

Keppni í meistaraflokki karla og kvenna fer fram á Grafarholtsvelli alla fjóra dagana og er rástíma þeirra að finna undir „Meistaramót GR - 4 dagar Meistaraflokkur kk&kvk“

Fyrstu tvo dagana leika 1. flokkur karla og kvenna ásamt 50+ karla fgj. 0-10,4 á Grafarholtsvelli, rástíma þeirra er að finna undir „Meistaramót GR - 4 dagar 1.fl.kk, 1.fl kvk&50+karla 0-10,4“. Á Korpunni eru það 2. flokkur karla og kvenna ásamt 50+ kvenna fgj. 0-16,4 sem hefja leik og rástímar þeirra flokka birtast undir „Meistaramót GR - 4 dagar 2.fl kk,2.fl.kvk og 50+kvk 0-16,4“

Upplýsingar um rástíma og stöðu í mótinu er að finna undir rástímar og núverandi staða. Passa þarf að velja réttan dag og hring þegar rástímar eru skoðaðir.

Við óskum keppendum öllum góðs gengis og vonum að allir njóti sín vel í Meistaramótsviku.

Golfklúbbur Reykjavíkur

 

Til baka í yfirlit