Nú hafa rástímar sunnudagsins fyrir Meistaramót verið birtir á golf.is. Á sunnudag verður ræst út frá kl. 10:00 á Grafarholtsvelli en frá kl. 08:00 á Korpúlfsstöðum.
Í Grafarholti hefja leik 3.fl. karla, 4.fl. karla og 5.fl. karla, 3.fl. kvenna, 4.fl. kvenna og 70+ karlar. rástíma fyrir þessa flokka er að finna undir „Meistaramót GR 2018 – 3 dagar Holtið-Korpa-Korpa“.
Á Korpunni hefja leik allir barna- og unglingaflokkar, allir flokkar í hóp 50+ karlar og allir flokkar í í hóp 50+ kvenna, rástíma fyrir þessa flokka er að finna undir „Meistaramót GR 2018 – 3 dagar Korpa-Holtið-Holtið“.
Upplýsingar um rástíma og stöðu í mótinu er að finna undir rástímar og núverandi staða. Passa þarf að velja réttan dag og hring þegar rástímar eru skoðaðir.
Gangi ykkur vel,
Golfklúbbur Reykjavíkur