Nú þegar sólin hefur hækkað á lofti og veturinn losað krumlurnar af liljum vallarins er við hæfi að hittast á enn einu þessara frábæru fræðslu-og reglukvölda GR kvenna og stæla vitið fyrir sumarið.
Miðvikudaginn 10.maí verður árlegt fræðslu- og reglukvöld GR kvenna í Golfskálanum í Grafarholti og sem fyrr eru forvitnilegir fyrirlesarar á ferðinni.
Á dagskrá verða fræðandi erindi um nýjar aðferðir í þjálfun kylfinga, farið verður yfir grundvallarreglur í golfinu og kynnt verður sérstakt kerfi sem heldur utan um alla tölfræði varðandi golfleikinn.
Dagskrá kvöldsins:
Kl. 19:15– Húsið opnar
Skúli Magnússon í Vegaljósum verður á staðnum með sýnishorn af gripum, golfpokum, ferðapokum, kerrum og sitthverju smálegu til golfiðkunar.
Kl. 20.00 - Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari fer yfir nýjar aðferðir í þjálfun kylfinga
Kl.20.30 - Kaffipása
Kl.20.40
Aðalsteinn Örnólfsson, yfirdómari GR rifjar upp með okkur reglurnar og lausnir úr vatnstorfærum.
Kl. 21.40
Kynning á sérstöku kerfi sem heldur utan um alla statistic á hringnum, markmiðasetningu, æfingar og annað.
Það er gott að nýta tímann og undirbúa sig fyrir komandi golfstundir á vellinum og hlusta á fróðlega fyrirlestra hjá frábæru fagfólki og ekki skemmir fyrir að njóta nærveru hver annarrar yfir ilmandi kaffibolla. Við hvetjum nýliða sérstaklega til að mæta.
Golfskálinn Grafarholti, miðvikudag 10.maí
Húsið opnar kl. 19.15.
Fyrirlestrar hefjast stundvíslega kl. 20.00 og það verður heitt á könnunni.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kær kveðja
Kvennanefndin
GR konur á FB: https://www.facebook.com/groups/26821872890/?fref=ts