Reykjavík Junior Open 2019 verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi helgina 31. ágúst - 1. september. Um er að ræða tveggja daga opið mót sem ætlað er ungmennum yngri en 21 árs. Leikfyrirkomulag mótsins er höggleikur og höggleiksafbrigði. Keppt verður í sex flokkum og verða glæsileg verðlaun veitt fyrir 1. – 3. sæti í hverjum flokki. Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 brautum vallarins báða daga auk verðlauna fyrir lengsta teighögg á 3. braut báða daga.
Skráning í mótið hefst þriðjudaginn 20. ágúst kl. 14:00. Mótsgjald er kr. 5.000 og greiðist við skráningu á golf.is. Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 27. ágúst og verða rástímar fyrsta keppnisdag birtir kl. 12:00 á fimmtudegi, 29. ágúst.
Innifalið í mótsgjaldi er:
- 50 upphitunarboltar í Básum báða daga
- Glæsileg teiggjöf til minningar um þátttöku í Reykjavík Junior Open
- Máltíð í golfskálanum að leik loknum á seinni keppnisdegi mótsins
- Lokahóf verður nánar auglýst síðar
Mótið er flokkaskipt eftir aldri og kyni, keppt verður í eftirfarandi keppnisflokkum:
12 ára og yngri stelpur – Rauðir teigar – 36 holur – Höggleiksafbrigði
12 ára og yngri strákar – Rauðir teigar – 36 holur – Höggleiksafbrigði
13 – 16 ára stelpur – Bláir teigar – 36 holur – Höggleikur
13 – 16 ára strákar – Gulir teigar – 36 holur – Höggleikur
17 – 21 árs stúlkur – Bláir teigar – 36 holur – Höggleikur
17 – 21 árs piltar – Hvítir teigar – 36 holur – Höggleikur
Hámarsfjöldi í strákaflokkum miðast við 30 keppendur og 15 keppendur í stelpuflokkum.
Rásröð flokka, laugardagur: 17 – 21 árs piltaflokkur, 17 – 21 árs stúlknaflokkur, 13 – 16 ára drengjaflokkur ,13 – 16 ára stúlknaflokkur, 12 ára og yngri strákaflokkur, 12 ára og yngri stelpuflokkur
Rásröð flokka, sunnudagur: 12 ára og yngri stelpuflokkur, 12 ára og yngri strákaflokkur, 13 – 16 ára stúlknaflokkur, 13 – 16 ára drengjaflokkur, 17 – 21 árs stúlknaflokkur, 17 – 21 árs piltaflokkur
Reykjavik Junior Open GR 2019 - Keppnisskilmalar.pdf
GR - Staðarreglur - Grafarholt.pdf
Hlökkum til að taka á móti ungu kylfingum landsins!
Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Icelandair Cargo, Kvika banki, Eykt, Sjóvá, Logos og Bonafide