Reykjavík Junior Open var leikið í fyrsta sinn um helgina, leikið var í tvo daga og höfðu þeir kylfingar þátttökurétt sem eru 21 árs og yngri. Mótið fór vel fram og höfðu ungu kylfingar landsins gaman að mótahaldinu enda vel heppnað í alla staði. Verðlaunaafhending fór fram eftir að hverjum flokki lauk í dag og urðu úrslit eftirfarandi:
12 ára og yngri stelpur
- Pamela Ósk Hjaltadóttir GR, 177 högg
- Auður Bergrún Snorradóttir GA, 186 högg
- Birna Rut Snorradóttir GA, 193 högg
12 ára og yngri strákaflokkur
- Markús Marelsson GKG, 146 högg
- Guðjón Frans Halldórsson GKG, 152 högg
- Hjalti Jóhannsson GK, 162 högg
13 – 16 ára stúlkur
- Nína Margrét Valtýsdóttir GR, 152 högg
- Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR, 163 högg
- Helga Signý Pálsdóttir GR, 165 högg
13 – 15 ára drengir
- Böðvar Bragi Pálsson GR, 141 högg
- Róbert Leó Arnórsson GKG, 148 högg
- Aron Ingi Hákonarson GM, 152 högg
17 – 21 árs stúlkur
- Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD, 154 högg
- Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA, 156 högg
- Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR, 158 högg
17 – 21 árs piltar
- Dagbjartur Sigurbrandsson GR, 143 högg(sigrar á 2.holu í bráðabana)
- Tómas Eiríksson Hjaltested GR, 143 högg
- Lárus Ingi Antonsson GR, 146 högg
Önnur úrslit úr mótinu má finna á golf.is
Hringur 1 – nándarverðlaun og lengsta drive
2.braut – Böðvar Bragi Pálsson, 0,30 m
6.braut – Axel Óli Sigurjónsson GKG, 2,42 m
11.braut – Dagbjartur Sigurbrandsson GR, 0,37 m
17.braut – Stefán Ingvarsson GK, 0,59 m
3.braut, lengsta drive – Amanda Guðrún Bjarnadóttir
Hringur 2 – nándarverðlaun og lengsta drive
2.braut – Steingrímur Daði Kristjánsson GK, 0,70 m
6.braut – Auður Sigmundsdóttir GR, 2,45 m
11.braut – Jóhann Frank Halldórsson GR, 1,74 m
17. braut – Finnur Gauti Vilhelmsson GR, 0,76 m
3.braut, lengsta drive – María Eir Guðjónsdóttir GM
Nándarverðlaun og aukaverðlaun sem veitt voru fyrir lengsta drive verður hægt að nálgast á skrifstofu GR frá og með morgundeginum, 2. sept. Ef vinningshafar eru búsettir utan höfuðborgarsvæðis er hægt að fá verðlaunin send með pósti.
Við þökkum keppendum kærlega fyrir þátttökuna og vinningshöfum til hamingju með sinn árangur í mótinu. Styrktaraðilar Reykjavík Junior Open fá einnig kærar þakkir fyrir að gera mótið að veruleika með okkur.
Sjáumst á Reykjavík Junior Open 2020!
Golfklúbbur Reykjavíkur