Reykjavík Junior Open: rástímar birtir á Golfbox

Reykjavík Junior Open: rástímar birtir á Golfbox

Rástímar fyrir fyrstu tvo keppnisdaga í Reykjavík Junior Open hafa nú verið birtir á golf.is undir mótaskrá. Mótið verður leikið á Grafarholtsvelli og er ætlað ungmennum yngri en 21 árs. Alls eru 130 keppendur skráðir til leiks og verður keppt í sex flokkum, verðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sætin í hverjum flokki.

Föstudagur:

Reykjavík Junior Open - fyrsti keppnisdagur

Laugardagur:

Reykjavík Junior Open - annar keppnisdagur, 16 ára og yngri

Þetta er í annað sinn sem Reykjavík Junior Open er haldið og miðað við skráningu er ljóst að áhugi ungra kylfinga er mikill á mótahaldi.

Við látum okkur hlakka til helgarinnar og vonum að veðrið verði ungu kylfingunum hliðhollt.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við MS, Kvika banki, Eykt, Sjóvá, Krónan, Kaffitár og Bonafide lögmenn.

 

Til baka í yfirlit