Reykjavík Junior Open – rástímar fyrir annan keppnisdag

Reykjavík Junior Open – rástímar fyrir annan keppnisdag

Fyrri keppnisdagur í Reykjavík Junior Open var leikinn í dag við fínar aðstæður, dagurinn byrjaði brakandi ferskur og mættu krakkarnir kátir til leiks, þó aðeins hafi farið að rigna þegar líða tók á daginn. Seinni keppnisdagur hefst í fyrramálið kl. 08:00 og hafa rástímar morgundagsins verið birtir á golf.is

Rástímar og staðan fyrir annan keppnisdag

Sérstök athygli er vakin á lið 4 í keppnisskilmálum varðandi kylfubera en þeir eru eingöngu heimilir í flokkum 12 ára og yngri – bæði kyn. Kylfuberar eru óheimilir í öðrum flokkum, nema með leyfi mótsstjórnar.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit