The Famous Grouse Open fór fram á Korpúlfsstaðavelli í dag laugardaginn 6.júní. Frábær þátttaka var í mótinu enda glæslilegt mót í alla staða. Alls tóku þátt 162 keppendur og spiluð var liðakeppni, tveir leikmenn í betri bolta punktakeppni. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins og sérstök verðlaun voru veitt fyrir besta séntilmanna golf búninginn.
Úrslitin voru eftirfarandi:
- 1.sæti: Rúnar Sigurður Guðjónsson og Sigurður Óli Sumarliðason 51 punktar
- 2.sæti: Aðalsteinn Oddgeirsson og Guðmundur S Guðmundsson 47 punktar
- 3.sæti: Davíð Gunnlaugsson og Gunnlaugur Júlíusson 46 punktar
Nándarverðlaun
- 3.braut: Auðunn Blöndal 90 cm
- 6.braut: Baldur Jónsson 26 cm
- 9.braut: Jóhann Birgisson 83 cm
- 13.braut: Andri Magnússon 1,8 m
- 17.braut: Melkorka Knútsdóttir 3,07 m
Verðlaun fyrir besta séntilmanna golf búninginn fengu þeir Steingrímur Hjörtur Haraldsson og Hjörtur Ingþórsson. Meðfylgjandi mynd er af þeim félögum.
Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í mótinu og og óskum sigurvegurum til hamingju með sinn árangur. Einnig færum við styrktaraðila bestu þakkir fyrir. Hægt er að nálgast vinninga úr mótinu á skrifstofu klúbbins frá og með mánudeginum 8.júní.