Samningur við fyrsta vinavöll golftímabilsins 2019 undirritaður – Golfklúbbur Borgarness

Samningur við fyrsta vinavöll golftímabilsins 2019 undirritaður – Golfklúbbur Borgarness

Golfklúbbur Borgarness hefur að undanförnu farið í miklar umbætur og hafa þeir nú tekið í notkun nýtt og glæsilegt klúbbhús í samstarfi við Icelandair Hótel Hamar.

Aðstaðan er orðin hin glæsilegasta og munu þeir nú í sumar bjóða félagsmönnum Golfklúbbs Reykjavíkur upp á fjölbreytta þjónustu þar sem allir ættu að geta mætt til að spila golf og njóta góðra stunda á Hamarsvelli og í nágrenni við hann í sumar.

Forsvarsmenn Golfklúbbs Borgarness hafa ávallt haft ánægju af því að taka á móti kylfingum GR og er því sönn ánægja að kynna áframhaldandi samstarf á milli klúbbana. Á komandi vormánuðum munu félagsmönnum vera kynntir þeir fjölmörgu kostir og þá ávinninga sem hægt verður að hljóta af samstarfi klúbbana á komandi tímabili.

Vefsíða Golfklúbbs Borgarness

Félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur greiða kr. 2.500 í vallargjald í hvert sinn er þeir leika Hamarsvöll og skiptir ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skulu félagar framvísa félagsskírteini og greiða vallargjald í afgreiðslu. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Jóhannes Ármannsson, framkvæmdastjóri GB
Ómar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri GR

Til baka í yfirlit