September framundan – breytingar á opnunartímum

September framundan – breytingar á opnunartímum

September er handan við hornið og haustið að detta inn. Það styttist í annan endann á golftímabilinu 2020 sem hefur verið frábært og vellir félagsins nánast fullnýttir alla daga.

Frá og með þriðjudeginum 1. september verða breytingar á opnunartíma í golfverslunum, opið verður mánudaga-föstudaga frá kl. 09:00-18:00 og um helgar frá kl. 08:00-18:00. Af þessum sökum verða golfbílar ekki leigðir út eftir kl. 13:30 á 18 holur og eftir kl. 15:30 á 9 holurnar.

Skrifstofa klúbbsins er opin alla virka daga frá kl. 09:00-16:00 og geta félagsmenn alltaf leitað þangað ef eitthvað er.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit