September framundan – opnanir golfverslana og þjónusta við félagsmenn

September framundan – opnanir golfverslana og þjónusta við félagsmenn

Nú er september framundan, haustið skammt undan og styttist í annan enda golftímabilsins 2019. Þessum tíma fylgja alltaf breytingar á þjónustutíma í golfverslunum eins og félagsmenn hafa þegar orðið varir við, sumarstarfsfólk farið aftur í skóla og haustrútínan að detta inn.

Frá og með mánudeginum 2. september verður breyttur opnunartími í golfverslunum á báðum völlum, opið verður mánudaga-föstudaga frá kl. 10:00-18:00 og um helgar frá kl. 08:00-18:00.

Skrifstofan er opin frá kl. 09:00-16:00 alla virka daga og geta félagsmenn alltaf leitað þangað ef eitthvað er.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit