Sérferð fyrir félaga GR á Melia Villaitana 21 - 29. október

Sérferð fyrir félaga GR á Melia Villaitana 21 - 29. október

Það að skella sér í golf til Spánar er góð skemmtun. Sérstaklega er það gaman í góðum félagsskap en þessi ferð er sérstaklega ætluð félögum í GR.Við erum að tala um sjö daga ferð á Hotel Melia Villaitana en það er glæsilegt hótel, rétt við Benidorm. Við hótelið eru tveir geggjaðir golfvellir sem hannaðir eru af Jack Nicklaus.

Sérferð fyrir GR
Ferðin kostar 185.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Gist er á hinu stórglæsilega hóteli, Melia Villaitana Hotel. Það tekur aðeins 30 mínútur að keyra frá flugvellinum í Alicante á hótelið. Aðeins nokkrar mínútur eru frá hótelinu niður til Benidorm. Það er auðvitað frábært að vera með tvo golfvelli við hótelið. Levante-völlurinn er par 72 völlur og Poniente-völlurinn er par 62 völlur. Þeir eru báðir hannaðir af Jack Nicklaus. Levante-völlurinn er opinn, skemmtilegur og þægilegur völlur. Auðvelt er að ganga hann en hægt er að panta bíla fyrirfram hjá okkur. Poniente-völlurinn er frábær völlur með eingöngu par 3 og 4 holum. Það er mikið landslag í honum sem gerir hann mjög áhugaverðan. Stórkostlegt útsýni er af báðum völlunum yfir Benidorm og út yfir Miðjarðarhafið. Þarna er gott æfingasvæði og tvær góðar púttflatir. Hægt er að panta ferðina á www.gaman.is  eða með því að hringja í síma 560 2000.

Hvað er innifalið?
Flug
Gisting
Rúta til og frá flugvelli
Íslensk fararstjórn
Golfpoki
20 kg taska
10 kg handfarangur (bakpoki)
Golfbíll á Poniente
Kerrur á Levante
Ótakmarkað golf

Til baka í yfirlit