Sierra Golf Resort býður félagsmönnum áframhaldandi sérkjör árið 2020

Sierra Golf Resort býður félagsmönnum áframhaldandi sérkjör árið 2020

Sierra Golf Resort í Póllandi ætlar að bjóða félagsmönnum GR upp á áframhaldandi sérkjör á „Stay & Play“ pökkum hjá sér árið 2020. Margir félagsmenn nýttu sér þessi kjör á síðasta ári og bera svæðinu góðar sögur. Flugfélagið Wizz air er með beint flug til Gdansk og sér Sierra Golf um að keyra gesti til og frá flugvelli.

Golfsvæðið, sem er hið glæsilegasta, er staðsett í ca. 45 mínútna akstursfjarlægð frá alþjóðaflugvellinum í Gdansk og býður upp á 18 holu golfvöll sem hýst hefur mörg stór og alþjóðleg mót. Herbergi og aðstaða eru öll til fyrirmyndar á svæðinu og er nú einnig verið að taka í notkun nýjar lúxus villur sem staðsettar eru við hótelið og verða tilbúnar fyrir næsta vor. Verð fyrir gistingu í villunum er það sama og á hótelinu og gildir þá fyrstur kemur fyrstur fær þegar kemur að því að bóka villurnar.

    

Á svæðinu er að finna frábært æfingasvæði, vippflatir, glompur, púttflatir og "driving range" og fá allir gestir fá æfingabolta endurgjaldslaust. Á svæðinu er einnig lítill tennisvöllur (paddle tennis) og hjólaleiga. Í nágrenninu er einnig mikið af fallegum hjóla- og gönguleiðum og því tilvalið til að njóta annarar útivistar samhliða fyrir þá sem vilja. Klúbbhúsið er einkar glæsilegt, þar er að finna flottan veitingastað, bar, setustofa, spilaherbergi, búningsklefa og fleira sem góðu klúbbhúsi sæmir. Boðið er upp á morgunverð fyrir gesti sem borinn er fram í klúbbhúsi. 

Sérkjör sem Sierra Golf býður félagsmönnum okkar upp á innihalda:

  • Gisting í glæsilegum íbúðum
  • Morgun- og kvöldverður alla dagana
  • Ótakmarkaður fjöldi bolta á æfingasvæði
  • Ótakmarkaður aðgangur að 18 holu keppnisvelli og 9 holu æfingavelli
  • Golfkerra
  • WiFi í öllum íbúðum
  • Akstur til og frá flugvelli

Hægt er að velja um 7, 9 eða 14 daga og eru tilboð til félagsmanna hægt að sjá hér: GR - Sierra.pdf

Kamila Pieper er tengiliður okkar hjá Sierra Golf, hún veitir frekari upplýsingar og tekur á móti bókunum í gegnum netfangið kamila.pieper@sierragolf.pl 

Tannlæknaþjónusta í Póllandi
Þeir sem eru áhugasamir um tannlæknaþjónustu erlendis geta kynnt sér upplýsingar um það í meðfylgjandi skjali en Sierra Golf er í samstarfi við tannlæknastofu á staðnum: Tannlæknaþjónusta í samstarfi við Sierra Golf Resort.pdf

Tilvalið tækifæri til að skipuleggja vorferð til Póllands og hita upp fyrir golfsumarið 2020.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit