Simon Edwards heimsækir Golfklúbb Reykjavíkur – golfkennsla fyrir félagsmenn

Simon Edwards heimsækir Golfklúbb Reykjavíkur – golfkennsla fyrir félagsmenn

Í næstu viku, föstudaginn 24. ágúst, mun PGA þjálfarinn Simon Edwards bjóða upp á þjálfun í Básum fyrir félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur þar sem lögð verður áhersla á stuttaspilskennslu. 

Simon hefur gríðarlega reynslu og þekkingu í golfþjálfun og nýtur mikillar virðingar sem bæði þjálfari og leikmaður og býr meðal annars að eftirfarandi gráðum:

 • Level Four Coach
 • PGA Advanced Professional,
 • European Seniors Tour Performance Coach
 • European Tour Member
 • PGA Cup Team member

Simon er einnig yfirþjálfari hjá Windermere golfklúbbnum á Englandi og yfirþjálfari stutta spilsins á Cumbria svæðinu á Englandi sem telur fjölda golfklúbba. Sjálfur er hann frá Wales og á langan og farsælan feril að baki sem atvinnukylfingur og hefur tekið þátt í yfir 250 atvinnumannamótum þar sem helst má telja:

 • The Open Championship 2010 á St Andrews & 2011 á Royal St Georges
 • BMW Championship - Wentworth - 2002, 2006 & 2007.
 • PGA Cup Team 2003, 2005 & 2011
 • De Vere Leeds Cup 2005 – Sigurvegari
 • 2005 & 2006 PGA North Region order of merit – Sigurvegari
 • Glenmuir Clup Professional Champion

Það er sannur hvalreki fyrir Golfklúbb Reykjavíkur að fá svo reyndan golfkennara í heimsókn og kynna hann fyrir félagsmönnum. Bindur GR miklar vonir við að meðlimir muni nýta sér heimsókn hans hingað næsta föstudag þó stutt sé.

Kennsla fyrir félagsmenn mun fara fram föstudaginn 24. ágúst eins og fyrr segir. Mæting er í afgeiðslu Bása. Hver kennslustund stendur yfir í 30 mín og kostar aðeins 5.000 kr. Kennsla verður í boði frá kl.8:00 til 12:00 og frá kl.13:00 til 19:30.

Bókun fer fram í gegnum netfangið omar@grgolf.is

Við vonum að félagar GR fagni þessari nýjung og taki vel á móti Simon Edwards.

Til baka í yfirlit