Sjöundi vinavöllurinn - Kálfatjarnarvöllur við Vatnsleysuströnd

Sjöundi vinavöllurinn - Kálfatjarnarvöllur við Vatnsleysuströnd

Sjöundi vinavöllur GR fyrir golfsumarið 2018 er Kálfatjarnarvöllur hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Þetta er þriðja sumarið sem Golfklúbbur Reykjavíkur gerir vinavallasamning um Kálfatjarnarvöll og hefur hann verið vel sóttur af félagsmönnum. Það er von okkar að áframhaldandi aðsókn félagsmanna verði á völlinn sem liggur meðfram sjónum á Vatnsleysuströnd. Kálfatjarnarvöllur er 9 holu golfvöllur sem er stuttur en mjög krefjandi. Öll sú aðstaða sem félagsmenn óska eftir er til staðar hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar – klúbbhús, æfingasvæði, vipp- og púttflöt.

Félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur greiða kr. 2.500 í vallargjald í hvert sinn er þeir leika Kálfatjarnarvöll og skiptir þá ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skulu félagar framvísa félagsskírteini og greiða vallargjald í afgreiðslu. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d. fyrirtækjamót.

Heimasíðu Golfklúbbs Vatnsleysustrandar má sjá hér

Útbúinn verður bókunarlinkur á síðu GR á www.golf.is undir rástímar – vellir.

Þeir vinavellir sem hafa nú þegar verið kynntir fyrir golfsumarið 2018 eru eftirtaldir:

Brautarholtsvöllur, Kjalarnesi
Strandavöllur, Hellu
Kirkjubólsvöllur, Sandgerði
Hólmsvöllur, Leirunni
Svarfhólsvöllur, Selfossi
Haukadalsvöllur, Geysi

Golklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit