Kæru félagsmenn,
Stjórn félagsins hefur hug á að ráðast í miklar framkvæmdir á komandi ári og er fyrirhugað að þær hefjist á vormánuðum. Kynningarmyndband á framkvæmdunum hefur verið birt á forsíðu grgolf.is og vonum við að flestir félagsmenn hafi haft tækifæri á að kynna sér það.
Skoðanakönnun hefur nú verið sett í loftið til að kanna hug félagsmanna og hefur hún verið send út með markpósti og einnig í skilaboðum á Golfbox.
Könnunin verður opin til miðvikudagsins 9. desember.
Kveðja,
Stjórn GR