Skráningar í golfmót sumar 2021

Skráningar í golfmót sumar 2021

Golfbox býður nú upp á að kylfingar geta sjálfir skráð sig í rástíma í mótaskrá ásamt þeim sem þeir vilja hafa með sér í holli.

ATHUGIÐ! Til þess að skrá meðspilara ÞARF að hafa aðildanúmer viðkomandi og skrá það inn, þegar aðildanúmer hefur verið slegið inn er smellt á "Leita" áður en haldið er áfram. 

Rástímar læsast í 180 sekúndur á meðan verið er að reyna að skrá sig, sem þýðir að ef þið sjáið læsta rástíma verðið þið að sýna þolinmæði og hinkra þar til hann aflæsist.

Kylfingar verða að skrá sig í gegnum Golfbox og greiða fyrir mótið við skráningu, þetta þýðir að ef þú ert að skrá þig og meðspilara þá greiðir einn fyrir alla við skráningu og þið gerið upp ykkar á milli.

Til baka í yfirlit