Skráningarleið á æfingar barna- og unglinga í haust

Skráningarleið á æfingar barna- og unglinga í haust

Fjöldi barna og unglinga stigu sín fyrstu skref í golfinu í Golfskóla GR nú í sumar sem er ánægjulegt og augljóst að áhuginn er mikill fyrir golfíþróttinni.

Fyrirspurnir hafa borist frá bæði börnum og forráðamönnum þeirra um skráningar núna í haust. Hægt er að fara inn á https://grgolf.felog.is/ og skrá börn á æfingar sem heita „Heilsársæfingar (sept-nóv-des)“ og kostar kr. 17.600. Með þessum hætti geta iðkendur sótt reglulegar æfingar (3-5 sinnum í viku) fram að áramótum.

Við vekjum athygli á að frí er tekið frá æfingum í októbermánuði.

Hlökkum til að taka á móti ykkur!

Þjálfarar

Til baka í yfirlit