Skráningu í Meistaramót GR lýkur á morgun - lokahóf og verðlaunaafhending 14. júlí

Skráningu í Meistaramót GR lýkur á morgun - lokahóf og verðlaunaafhending 14. júlí

Meistaramót GR hefst á sunnudag, 8. júlí og stendur yfir fram til laugardagsins 14. júlí en þá lýkur þessum stærsta viðburði sumarsins með glæsilegu lokahófi á annari hæð Korpunnar. Skráningu í mótið lýkur í hádeginu á morgun, fimmtudag.

Eins og undanfarin ár verður leikið verður á Grafarholtsvelli og á Korpúlfsstaðarvelli. Sunnudaginn 8. júlí til þriðjudagsins 10. júlí leika allir barna- og unglingaflokkar, allir öldungaflokkar, 3. flokkur karla og kvenna, 4. og 5. flokkur karla. Þessir flokkar leika 54 holur í mótinu. Miðvikudaginn 11. júlí til laugardagsins 14. júlí leika 2.flokkur karla og kvenna, 1.flokkur karla og kvenna og Meistaraflokkur karla og kvenna. Þessir flokkar leika 72 holur.

Mótsgjöld í Meistaramót 2018 eru þessi:
72 holur = 9.800 kr.
54 holur = 8.800 kr.
10 ára og yngri = 3.500 kr.
11 ára og eldri = 6.800 kr.

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  

Innifalið í mótsgjaldi er aðgangur á lokahóf og verðlaunaafhendingu sem mun fara fram laugardagskvöldið 14. júli. Boðið verður upp á girnilegar veitingar og að verðlaunaafhendingu lokinni mun Jógvan mæta og skemmta gestum. Að því loknu mun DJ PÓS taka við keflinu og spila taumlausa takta fram eftir nóttu.

Við hvetjum félagsmenn á öllum aldri til að skrá sig til leiks og fjölmenna í þennan stærsta viðburð sumarsins hjá klúbbnum.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit