Spa of Iceland: lokaumferð fór fram í síðustu viku - úrslit

Spa of Iceland: lokaumferð fór fram í síðustu viku - úrslit

Sælar stelpur!

Sjöunda og síðasta mótið í Spa of Iceland - sumarmótaröð GR kvenna fór fram í Korpu mánudaginn 19. júlí. Það voru 48 konur sem tóku þátt og besta hringinn á 42 punktum átti Guðrún Óskarsdóttir, hér má sjá úrslitin

Mælingar voru á tveimur brautum og urðu þessar næstar holu:
9.braut – Þórunn Elfa, 4m
13.braut – Íris Ægisdóttir, 1,57m

Það er ljóst að Martha Óskarsdóttir er efst með 125 punkta, glæsilegur árangur. Í öðru sæti er Kristi Jo Jóhannsdóttir með 120 punkta og í þriðja sæti er Hafdís Hafsteinsdóttir með 118 punkta.

Stöðuna úr mótinu má sjá hér 


Við óskum Mörthu innilega til hamingju með sigurinn!

Lokahóf og verðlaunaafhending mun fara fram eftir verslunarmannahelgi þegar flestar eru komnar úr sumarfríi. 

Takk fyrir þátttökuna á sumarmótaröð GR kvenna,
Kvennanefnd

 

Til baka í yfirlit