Spa of Iceland - Sumarmótaröð GR kvenna: önnur umferð var leikin á mánudag, úrslit

Spa of Iceland - Sumarmótaröð GR kvenna: önnur umferð var leikin á mánudag, úrslit

Sælar stelpur!

Annað mótið í Spa of Iceland - Sumarmótaröð GR kvenna fór fram í Grafarholti á mánudag í mjög góðu veðri, kannski smá bleyta en 70 konur mættu til leiks að þessu sinni.

Besta hringinn á 42 punktum átti Ágústa Hugrún Bárudóttir og má sjá úrslitin hér

Mælingar voru á tveimur brautum:

2.braut: Ísey Hrönn – 2,3m
17.braut: Sólrún Ástvaldsdóttir – 4,3m

Næsta umferð í Spa of Iceland - Sumarmótaröð GR kvenna verður leikin mánudaginn 14. júní á Korpu.

Við minnum konur á að merkja skorkortin með nafni, aðildarnúmeri og kennitölu. 

Hlökkum til að sjá ykkur!
Kvennanefnd

Til baka í yfirlit