Spa of Iceland - Sumarmótaröð GR kvenna: þriðja umferð fór fram á mánudag

Spa of Iceland - Sumarmótaröð GR kvenna: þriðja umferð fór fram á mánudag

Sælar stelpur!

Þriðja mótið í Spa of Iceland sumarmótaröð GR kvenna fór fram í Korpunni á mánudag í ágætis en köldu veðri, kannski smá bleyta en 73 konur mættu til leiks að þessu sinni.

Besta hringinn á 41 punktum átti Margrét Haraldsdóttir, hér má sjá úrslitin

Eftir þrjár umferðir eru Ágústa og Helga efstar með 112 punkta og er staðan mjög spennandi. Hér er staðan uppfærð eftir hvert mót.

Mælingar voru á tveimur brautum:
6. braut: Helen Ólafsdóttir – 1,46m
17. braut: Sigrún Gunnarsdóttir – 1,96m

Næsta mót í Spa of Iceland mótaröðinni er 21. júní í Grafarholti
Við minnum konur á að merkja skorkortin með nafni, aðildarnúmeri og kennitölu. 

Hlökkum til að sjá ykkur!
Kvennanefnd

 

Til baka í yfirlit