Spa of Iceland – sumarmótaröð GR kvenna: úrslit fimmtu umferðar

Spa of Iceland – sumarmótaröð GR kvenna: úrslit fimmtu umferðar

Sælar stelpur!

Fimmta mótið í Spa of Iceland sumarmótaröð GR kvenna fór fram í  Korpu á mánudag þegar sumarið kom loksins. Það voru 67 konur sem tóku þátt og besta hringinn áttu Martha Óskarsdóttir og Kristi Jo Jóhannsdóttir jafnar á á 44 punktum.

Hér má sjá úrslit fimmtu umferðar

Mælingar voru á tveimur brautum:

  • 6.braut, Kristín Hassing - 47,5 cm
  • 25.braut, Svanhildur Gestsdóttir - 5,05m

Eftir fimm umferðir er Kristi Jo Jóhannsdóttir efst með 116 punkta.

Á meðfylgjandi slóð er staðan uppfærð eftir hvert mót: https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039...

Næsta mót í Spa of Iceland mótaröðinni er mánudaginn 12. júlí í Grafarholti og verða þá mælingar verða á öllum par 3 brautum vallarins.

Við minnum konur á að merkja skorkortin með nafni, aðildarnúmeri og kennitölu.

Hlökkum til að sjá ykkur !
Kvennanefnd

Til baka í yfirlit