Spa of Iceland - Sumarmótaröð GR kvenna: úrslit úr fjórðu umferð

Spa of Iceland - Sumarmótaröð GR kvenna: úrslit úr fjórðu umferð

Sælar stelpur!

Fjórða mótið í Spa of Iceland -sumarmótaröð GR kvenna fór fram í í Grafarholti á mánudag í frekar slæmu veðri vægast sagt. Það voru 14 konur sem létu veðrið ekki stoppa sig, húrra fyrir þeim. Besta hringinn á 39 punktum átti Kristi Jo Jóhannsdóttir, hér má sjá úrslitin

 

Eftir fjórar umferðir eru Ágústa Hugrún og Helga Friðriksdóttir efstar með 112 punkta. Á meðfylgjandi slóð er staðan uppfærð eftir hvert mót: https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/orderofmeritrounds/146425

Engar mælingar voru en í staðinn verða mælingar á öllum brautum 12. júlí í Grafarholti. Næsta mót í Spa of Iceland mótaröðinni er mánudaginn 28. júní í Korpu og verða lykkjan Sjórinn/Landið spiluð. Mælingar verða á 3. og 25. braut! Við minnum konur á að merkjaskorkortin með nafni, aðildarnúmeri og kennitölu.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Kvennanefnd

Til baka í yfirlit