Sælar stelpur!
Fyrsta mótið í Spa of Iceland sumarmótaröð GR kvenna fór fram á Korpunni 31. maí s.l. í vægast sagt fjölbreyttu veðri, 80 konur mættu til leiks að þessu sinni.
Mörg góð tilþrif sáust á vellinum en spilað var Landið/Áin. Tvær konur eru í fyrsta sæti með 39 punkta, Úlfhildur Elísdóttir og Valdís Arnardóttir, hér má sjá úrslitin
Mælingar voru á tveimur brautum:
- 13.braut - jósbrá Baldursdóttir – 7,98m
- 22.braut - Helen Ólafsdóttir – 4,36m
Næsta mót í Spa of Iceland mótaröðinni er mánudaginn 7. júní í Grafarholtinu!
Við minnum konur á að merkja skorkortin vel með nafni og kennitölu.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kvennanefnd