Staðarreglur - tilkynning frá yfirdómara

Staðarreglur - tilkynning frá yfirdómara

Í ljósi þess að flatirnar á öllum okkar völlum eiga enn talsvert í að verða góðar, hefur verið ákveðið að framlengja færslum um púttershaus á flötum til 1. júlí.

Samhliða því hefur verið ákveðið að færslur um kylfulengd á brautum á Korpunni mun gilda til 1. júlí, eftir það verður færslulaust golf á Korpunni.

GR - Staðarreglur - Korpa.pdf
GR - Staðarreglur - Grafarholt.pdf

Yfirdómara hefur oft í sumar verið að týna upp tístubba á teigum og oftar en ekki er það lúkufylli af tíum sem þarf að týna upp á hverjum teig.  Ef við félagsmenn viljum að vellirnir okkar verði snyrtilegir og vel til hafðir er það á okkar ábyrgð að tryggja að svo sé, yfirdómari óskar því eftir aðstoð við að halda teigunum snyrtilegum og biður þá félagsmenn sem hafa ástríðu fyrir golfinu að taka höndum saman og týna upp sem flesta tístubba á sem flestum teigum.

Til baka í yfirlit