Stefnir í spennandi keppni um púttmeistara GR kvenna - staðan eftir 3. umferð

Stefnir í spennandi keppni um púttmeistara GR kvenna - staðan eftir 3. umferð

Sælar allar

Það voru 158 GR konur sem mættu kátar til leiks á þriðja púttkvöldi vetrarins á Korpu. Skemmtilegar brautir af öllum lengdum gerðu völlinn krefjandi og skemmtilegan fyrir okkar konur en það kom ekki í veg fyrir flott skor. Tvær konur voru á besta skori kvöldsins, 27 höggum, þær Magðalena M. Kjartansdóttir og Stefanía M. Jónsdóttir. Þar sem það voru tvær jafnar að þessu sinni var horft til seinni 9 holanna og þar var Magðalena með betra skor.

Eins og sjá má á meðfylgjandi stöðu er ljóst að það stefnir í spennandi keppni um púttmeistara GR kvenna í ár - Stadan_11.feb_2020.pdf

Næsta púttkvöld verður n.k. þriðjudag 18. febrúar, hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.

Við minnum á að mótið byrjar kl. 17:30 og lýkur 20:30

Við viljum ítreka að merkja skorkortin vel og vandlega með fullu nafni og kt.

Hlökkum til að sjá ykkur kátar og glaðar 

Kær kveðja
Kvennanefndin

 

Til baka í yfirlit