Stóra golfkvissið – Jóhann Alfreð og Kristjana Arnars mæta í Grafarholtið

Stóra golfkvissið – Jóhann Alfreð og Kristjana Arnars mæta í Grafarholtið

Á fimmtudagskvöld í Meistaramótsviku ætla þau Jóhann Alfreð og Kristjana Arnars að mæta í Grafarholtið kl. 20:00 og vera með Stóra golfkvissið. Á Stóra golfkvissinu geta þátttakendur, tveir saman í liði, spreytt sig á fjölbreyttum og skemmtilegum spurningum sem allar tengjast golfíþróttinni með beinum eða óbeinum hætti. Skemmtileg keppni þar sem spurningar – og svör, ættu að vera á flestra færi.  

Hlutskörpustu liðin geta unnið til verðlauna og verða úrslit tilkynnt í lok kvöldsins.

Burger & Classic tilboð hjá KH Klúbbhús frá kl. 18:00 – aðeins kr. 2.990

Hlökkum til að sjá ykkur! 

Til baka í yfirlit