Bændaglíma GR fór fram á Korpúlfsstaðavelli laugardaginn 22.september. Þátttakan var mjög góð og mættu kylfingar til leiks sem kúrekar enda Kantrýþema. Gaman var að sjá hversu margir tóku þátt í þemanum. Spilað var 4 manna texas scramble og voru veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, einnig voru veitt nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Bændur í ár voru hjónin Brynjar Jóhannesson og Steinunn Braga Bragadóttir. Eftir golfið var snætt á ljúfum veitingum, sungið, hlegið og dansað fram eftir kvöldi.
Úrslitin úr mótinu voru eftirfarandi:
1.sæti
Kristján Ólafsson, Þórdís Bragadóttir, Ragna Eyjólfsdóttir og Þorbjörn Guðjónsson - 57 nettó
2.sæti
Arnar Freyr, Sigurður Árni, Oddur Ólafsson og Rebecca Oqueton – 58 nettó
3.sæti
Ívar Örn Björnsson, Svavar Guðjónsson, Magnús Már og Kristófer Oæall 59 nettó
Nándarverðlaun
3.braut: Hannes Ríkarðsson 4,02 m
6.braut: Magnús Bjarnason 3,63 m
9.braut: Stefán Þór Steinsen 86 cm
13.braut: Bjarni Jónsson 1,38 m
17.braut: Guðmundur Friðbjörnsson 1,46 m
Golfklúbbur Reykjavíkur þakkar öllum fyrir þátttökuna í ár og óskar vinningshöfum til hamingju.