Stúlknasveit GR mætt til leiks á EM klúbbaliða í Búlgaríu

Stúlknasveit GR mætt til leiks á EM klúbbaliða í Búlgaríu

Ásdís Valtýsdóttir, Nína Margrét Valtýsdóttir og Lovísa Ólafsdóttir héldu af stað til Búlgaríu í gær ásamt þjálfara, David Barnwell, til að keppa fyrir hönd Golfklúbbs Reykjavíkur á EM klúbbaliða sem fer fram dagana 4.-6. október.

Keppnin fer fram á Pravets Golf club & resort sem er í 50 km fjarlægð frá Sofiu, höfuðborg landsins. Leiknir eru þrír hringir mótinu og er leikfyrirkomulag mótsins höggleikur. 

GR tryggði sér sæti í mótinu með sigri á Íslandsmóti golfklúbba í sumar. Í úrslitaleiknum vann sveit GR Keiliskonur 3-2 þar sem úrslitin réðust á lokaholunum.

Við óskum okkar fólki alls hins besta á komandi helgi.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit