Sumarbingó eldri kylfinga

Sumarbingó eldri kylfinga

Sumarbingó eldri kylfinga klúbbsins verður haldið á föstudag, 19. júní. Það er hópur eldri kylfinga klúbbsins sem hefur staðið fyrir mánaðrlegu bingó yfir vetrartímann og ætla nú að skella í eitt sumarbingó. Almennt er vel mætt á viðburðina og geta gestir átt von á flottum vinningum, það er því vel þess virði að mæta og gera sér glaðan dag í góðum félagsskap.

Dagskráin verður þessi:
Kl. 10:30 – Kaffi og spjall
Kl. 11:00 – Bingó hefst

Vinningar í sumarbingó:

  1. Hanski og boltar
  2. Húfa og boltar
  3. Karfa og boltar
  4. Skál og boltar
  5. Konfekt og boltar
  6. Vetrarhanski og boltar
  7. Regnhlíf og boltar
  8. Sjónauki og boltar

Auk þess verður dregið úr spjöldum – úrval aukavinninga.

Allir eldri kylfingar klúbbsins eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessum frábæra félagsskap

Bingónefndin hlakkar til að sjá sem flesta mæta á Korpuna á föstudag! 

 

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit