Sumarmótaröð GR kvenna 2021 í samstarfi við Spa of Iceland - fyrsta umferð leikin á mánudag

Sumarmótaröð GR kvenna 2021 í samstarfi við Spa of Iceland - fyrsta umferð leikin á mánudag

Jæja stelpur!

Það er komið að Sumarmótaröð GR kvenna árið 2021. Mótaröðin er í samstarfi við Spa of Iceland sem er lúxus baðlína fyrir líkama og hár. í ár eru spilaðir 7 hringir og telja 3 bestu hringirnir til sumarmeistara GR kvenna 2021.

Sumarmótaröðin er punktakeppni með hámarksforgjöf 32. Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti, einnig verða veitt verðlaun fyrir flesta punkta í júní og júlí. Auk þess verða nándarverðlaun á völdum brautum.

Spiladagar eru eftirfarandi:

  1.     31. maí – Korpa
  2.       7. júní - Grafarholt 
  3.     14. júní - Korpa 
  4.     21. júní - Grafarholt 
  5.     28. júní - Korpa
  6.     12. júlí – Grafarholt
  7.     19. júlí – Korpa

Konur geta valið sér og skráð sig í rástíma allan mótsdag allt frá því völlur opnar og fram á kvöld. Þar sem mótaröðin hefur ekki frátekna rástíma er nóg að einhver í hollinu sé ritari og staðfesti skorið, viðkomandi  þarf að vera með forgjöf. Leikmaður þarf að segja frá því að hún sé að taka þátt í golfmóti og óski eftir því að einhver í hollinu sé staðfesti skorið, ekki er nauðsynlegt að aðilinn sé þátttakandi í mótinu. Ritari og leikmaður fara yfir skorið til staðfestingar og því skilað með nafni og kt. í kassa í klúbbhúsi og verður skorið skráð og birt á golfboxinu daginn eftir mót.

Mótsgjald fyrir alla sjö hringina er kr. 3.000 og greiðist inn á reikn. 537-14-848 – kt. 160672-4049

Fyrsta mót sumarsins er sem fyrr segir mánudaginn 31.maí á Korpunni og lykkjan er Landið/Áin. Mælingar verða á 22 braut (Landið) og 13 braut (Áin).

ATH skráning fyrir mánudaginn 31. maí opnast kl. 22:00 í kvöld, fimmtudag.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Kvennanefnd GR

Til baka í yfirlit