Sumarmótaröð GR kvenna - breytingar á mótsreglum

Sumarmótaröð GR kvenna - breytingar á mótsreglum

Kvennanefnd hefur ákveðið að gera breytingu á mótsreglum Sumarmótaraðar Úrval-Útsýn og taka mið af þeim aðstæðum að mótaröðin hefur ekki frátekna rástíma á vellina. Þessi breyting er gerð að höfðu samráði við mótanefnd GR. 

Konur geta valið sér og skráð sig í rástíma allan mótsdag allt frá því völlur opnar og fram á kvöld. Þar sem mótaröðin hefur ekki frátekna rástíma er nóg að einhver í hollinu sé ritari og staðfesti skorið. Viðkomandi ritari þarf að vera með forgjöf. Leikmaður þarf að segja frá því að hún sé að taka þátt í golfmóti og óski eftir því að einhver í hollinu sé ritari fyrir viðkomandi. Ekki er nauðsynlegt að ritari sé þátttakandi í mótinu. Undirrituðu skorkorti með nafni og kennitölu leikmanns er skilað í kassa í klúbbhúsi og verður skorið skráð og birt á golf.is daginn eftir mót.

Við hlökkum til að sjá GR konur fjölmenna í mótið sem hefst miðvikudaginn 29.maí 2019.

Kvennanefnd GR.

Til baka í yfirlit