Það er komið að Úrval-Útsýn Sumarmótaröð GR kvenna árið 2019. Mótaröðin er í samstarfi við Úrval-Útsýn sem leggur til veglega vinninga þeim sem skara framúr í mótaröðinni í sumar.
Í ár eru spilaðir 7 hringir yfir sumarið og telja 4 bestu hringirnir til Úrval-Útsýn Sumarmeistara GR kvenna 2019. Þeim titli fylgja glæsileg verðlaun, golfferð til Hacienda del Alamo á Spáni í haust.
Spiladagarnir í sumar eru eftirfarandi:
- 29.maí - Korpa
- 12.júní - Grafarholt
- 26.júní - Korpa
- 17.júlí - Grafarholt
- 31.júlí - Korpa
- 14.ágúst - Grafarholt
- 28.ágúst - Korpa
Konur geta valið sér og skráð sig í rástíma allan mótsdag allt frá því völlur opnar og fram á kvöld og þannig tekið þátt í mótaröðinni svo fremi sem spilað er með a.m.k. einni annarri konu í mótinu og þær kvitti undir hjá hvor annarri. Undirrituðu skorkorti með nafni og kennitölu leikmanns er skilað í kassa í klúbbhúsi og verður skorið skráð og birt á golf.is daginn eftir mót.
Sumarmótaröðin er punktakeppni og fyrstu verðlaun er golfferð með Úrval-Útsýn til Hacienda á Spáni í haust. Einnig verða veitt verðlaun fyrir flesta punkta í júní, júlí og ágúst. Auk þess verða nándarverðlaun á völdum brautum.
Mótsgjald fyrir alla sjö hringina er 3000 kr og greiðist inn á reikn. 537-14-848, kt. 160672-4049.
Fyrsta mót sumarsins er miðvikudaginn 29. maí á Korpunni og lykkjan er Landið/Áin. Mæling er á tveimur flötum, á 13. braut og 22.braut.
Skráning er á golf.is og er skráð í rástíma eins og um hefðbundna golfhringi sé að ræða.
Skráning fyrir þær sem vilja spila fyrir klukkan 15:00 hefst sunnudaginn 26. maí en mánudaginn 27.maí fyrir þær sem kjósa að spila eftir kl. 15:00.
Hlökkum til að sjá ykkur, vonandi sem flestar á golfvellinum í sumar.
Kvennanefnd GR