Sumarmótaröð GR kvenna - staðan eftir fjórar umferðir

Sumarmótaröð GR kvenna - staðan eftir fjórar umferðir

Fjórða sumarmót GR kvenna fór fram í Grafarholtinu í vikunni í týpísku íslensku sumarveðri, rigningu í bland við misvindasamar rokur. Skráning í mótið bar líka keim af því en þó létu þær allrahörðustu sig hafa það og áttu margar hverjar góða hringi og marga punkta þrátt fyrir allt.

Ísey Hrönn Steinþórsdóttir átti besta hring dagsins, fór völlinn á 42 punktum, Halla Björk Ragnarsdóttir og Sigríður Rafnsdóttir áttu líka fínan hring og komu næstar Ísey á 38 punktum svo koma allar hinar skvísurnar líka á flottu skori.

Nándarmæling var á fjórum brautum að þessu sinni. Á 2.braut var Steinunn Braga næst holu, 6,02. Rut Hreins var næst holu á 6.braut, 7,17, á 11 sló Signý Marta næst flagginu, 2,59 og á þeirri 17. var Jóhanna Bárðadóttir næst holunni eða 7,52m.

Nú þegar fjórir bestu hringirnir eru farnir að telja til Sumarmeistara GR kvenna 2017 geta kylfingar farið að losa sig við þá slæmu og bæta við enn betri því tvö mót eru ennþá eftir.
Guðbjörg Ýr Birgisdóttir skýst í efsta sætið eftir síðasta hring og leiðir nú mótið með 146 punktum. Næst henni er Hómfríður M. Bragadóttir á 144 punktum. Stutt er í næstu kylfinga og því mikil spenna framundan í baráttunni um Sumarmeistara GR kvenna árið 2017.

Hér má sjá úrslit mótsins sl miðvikudag

Stöðu úr mótinu sjálfu er að finna í meðfylgjandi skjali.

Næsta mót er í Korpunni miðvikudaginn 26.júlí. Hlökkum til að sjá ykkur allar

Kær kveðja
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit