Sumarmótaröð GR kvenna - staðan eftir þrjár umferðir

Sumarmótaröð GR kvenna - staðan eftir þrjár umferðir

Sælar kæru GR konur,

Þriðja umferð í Úrval Útsýn sumarmótaröð GR kvenna fór fram á Korpunni í vægast sagt mjög blautu veðri 26. júní s.l. Það voru 56 konur sem létu rigninguna ekki trufla golfið og mættu galvaskar til leiks.

Ágætir hringir skiluðu sér í hús í þessu móti hjá mörgum okkar en Jóhanna Bárðardóttir fór sinn hring á flestum punktum eða 38.

Nándarmæling var á tveimur brautum:
6. braut Margrét Geirsdóttir - 5,98 m
25. braut Hallbera Eiríksdóttir - 2,69 m

Nú þegar þrjú mót hafa verið spiluð þá fer spennan í mótaröðinni að aukast en fjórir bestu hringirnir af sjö telja til Úrval Útsýn sumarmeistara GR kvenna 2019. Staðan í Úrval Útsýn mótaröðinni að loknum þremur hringjum er þannig að Þórunn Elfa Bjarkadóttir leiðir á 110 punktum, næst henni er Brynhildur Sigursteinsdóttir með 108 punkta og svo Laufey Valgerður Oddsdóttir með 104 punkta að loknum þremur hringjum.

Hér má sjá stöðuna eftir þrjár umferðir: Sumarmotaröð 2019_staðan eftir 3 mót.pdf

Næsta umferð í Úrval Útsýn mótaröðinni fer fram miðvikudaginn 17. júlí í Grafarholtinu.

Minnum á að merkja skorkortin vel. 

Sjáumst kátar og njótum lífsins!

Kær kveðja,
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit