Sveit GR varð Íslandsmeistari í flokki eldri kylfinga um helgina

Sveit GR varð Íslandsmeistari í flokki eldri kylfinga um helgina

Golfklúbbur Reykjavíkur varð Íslandsmeistari golfklúbba í flokki eldri kylfinga, 50 ára og eldri, í 1. deild karla um helgina. Í 1.deild kvenna var það sveit Golfklúbbsins Keilis sem hreppti titilinn eftir úrslitaleik við okkar konur sem enduðu í öðru sæti.

Keppni í karlaflokki fór fram í Grindavík og endaði GR í fyrsta sætinu eftir sigur í úrslitaleik gegn sveit Keilis. Sveit GR var skipuð þeim Árna Páli Hanssyni, Guðmundi Arasyni, Sigurðu Péturssyni, Guðjóni Grétari Daníelssyni, Ellert Magnasyni, Sigurði Hafsteinssyni, Herði Sigurðssyni og Jóni Hauk Guðlaugssyni. Leikurinn var jafn og spennandi þó að lokastaðan (4-1) hafi ekki alveg gefið rétta mynd af gangi mála. Golfklúbbur Öndverðarness endaði í þriðja sætinu eftir sigur gegn GKG og er það besti árangur GÖ frá upphafi í karlaflokki 50 ára og eldri.

Konurnar áttust við á Akureyri þar sem GK sigraði í úrslitaleik við GR en GKG endaði í þriðja sæti eftir sigur gegn sveit GA. Þetta er annað árið í röð sem GK verður Íslandsmeistari golfklúbba í flokki 50 ára og eldri kvenna.

Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með árangur helgarinnar!

Golfklúbbur Reykjavíkur

 

Til baka í yfirlit