Sveitir GR stóðu sig frábærlega á Íslandsmóti golfklúbba

Sveitir GR stóðu sig frábærlega á Íslandsmóti golfklúbba

Íslandsmóti golfklúbba 15 ára og yngri og 18 ára yngri lauk í gær en þar voru 7 sveitir frá GR í eldlínunni frá fimmtudegi til laugardags. Sveitir GR stóðu sig frábærlega og voru Golfklúbbi Reykjavíkur til mikils sóma innan vallar sem utan.

Á Hellu sigruðu sveitir GR í úrslitum Íslandsmeistaratitla í bæði stúlkna og piltaflokki 18 ára og yngri.

Stúlkurnar unnu sannfærandi sigur í 4 liða riðli og piltarnir lögðu sveit GKG af velli í spennandi úrslitaleik.

Sveit Grafarholts í piltaflokki stóð sig einnig frábærlega, tapaði einungis einum leik í allri keppninni en innbyrðis sigrar stóðu í vegi fyrir leik um verðlaunasæti í dag en piltarnir unnu sannfærandi sigur í leik gegn GOS um 5. Sæti.

Í keppni 15 ára og yngri Akranesi tóku fjórar ungar sveitir þátt fyrir hönd GR og stóðu sig frábærlega. Stelpurnar í sveit Korpu tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sannfærandi sigri í úrslitaleik gegn GM. Drengjasveit Korpu tryggði sér þriðja sætið á ævintýranlegan hátt í bráðabana í fjórmenningsleiknum.

   

Sveitir Grafarholts stóðu sig einnig gríðarlega vel og voru allir liðsmenn sveitanna að sækja mikla og góða reynslu fyrir framtíðina með frábærri frammistöðu og eldskírn í þessu stóra verkefni. Stelpusveit Grafarholts endaði í 9.sæti og drengjasveit Grafarholts í 11. sæti.

  

Þetta verkefni er stórt og krefst öflugrar samvinnu liðsmanna, liðsstjóra, þjálfara og síðast en ekki síst foreldranna sem fylgja sveitunum eftir og létta undir störfum þjálfaranna með því að ganga í hin ýmsu verk sem fylgja mótinu og spila stórt hlutverk í því að allt saman gangi sem best fyrir sig og að upplifun barnanna verði sem best. Við þökkum þeim öllum fyrir sitt framlag.

Við óskum sveitum GR og öllum GR-ingum til hamingju með árangur helgarinnar.

Áfram GR!

 

18 ára & yngri (Hella)

Korpa

 • Arnór Tjörvi Þórsson
 • Böðvar Bragi Pálsson
 • Dagbjartur Sigurbrandsson
 • Finnur Gauti Vilhelmsson
 • Tómas Eiríksson Hjaltested

 

Grafarholt

 • Arnór Már Atlason
 • Bjarni Þór Lúðvíksson
 • Egill Orri Valgeirsson
 • Ísleifur Arnórsson
 • Jóhann Frank Halldórsson
 • Kjartan Sigurjón Kjartansson

Liðsstjóri: Hákon Örn Magnússon

 

Korpa

 • Auður Sigmundsdóttir
 • Ásdís Valtýsdóttir
 • Bjarney Ósk Harðardóttir
 • Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
 • Nína Margrét Valtýsdóttir

 

15 ára og yngri (Akranes)

Korpa

 • Berglind Ósk Geirsdóttir
 • Brynja Dís Viðarsdóttir
 • Helga Signý Pálsdóttir
 • Pamela Ósk Hjaltadóttir
 • Perla Sól Sigurbrandsdóttir
 • Þóra Sigríður Sveinsdóttir

 

Grafarholt

 • Ágústa María Valtýsdóttir
 • Erna Steina Eysteinsdóttir
 • Gabríella Neema Stefánsdóttir
 • Margrét Jóna Eysteinsdóttir
 • Ninna Þórey Björnsdóttir
 • Ragna Lára Ragnarsdóttir

 

Korpa

 • Elías Ágúst Andrason
 • Eyþór Björn Emilsson
 • Fannar Grétarsson
 • Halldór Viðar Gunnarsson
 • Hjalti Kristján Hjaltason
 • Tryggvi Jónsson

Grafarholt

 • Daníel Björn Baldursson
 • Daniel Sean Hayes
 • Heimir Krogh Haraldsson
 • Ingimar Jónasson
 • Jón Eysteinsson
 • Valdimar Kristján Ólafsson
Til baka í yfirlit