Teigar lagfærðir á Grafarholtsvelli

Teigar lagfærðir á Grafarholtsvelli

Starfsmenn Grafarholtsvallar hafa undanfarið unnið að lagfæringum á þremur af teigum vallarins. Nú er búið að tyrfa gulan og rauðan teig á 3. braut og rauða teiginn á 4. braut.

Í sumar er verið að vinna að hinum ýmsu verkefnum á vellinum og mun klúbburinn setja inn fréttir af þeirri vinnu hér á vefsíðunni undir Golfvellir - Viðhald valla en þar er einnig að finna myndasafn frá störfum á vellinum.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit