The Famous Grouse Open 2020, Betri bolti – tveir saman í liði

The Famous Grouse Open 2020, Betri bolti – tveir saman í liði

The Famous Grouse Open verður haldið á Korpúlfsstaðvelli laugardaginn 6. júní. Lykkjur mótsins verða Sjórinn/Áin. Ræst verður út frá kl.8:00. Leikfyrirkomulag mótsins Betri bolti, tveir leikmenn mynda lið í punktakeppni. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum.

Skráning hefst föstudaginn 29. maí kl. 12:00 - þátttökugjald er kr. 5.500 á mann, innifalið í mótsgjaldi er súpa og brauð, ískaldur drykkur og glaðningur á teig. Skráning fer eingöngu fram á vefnum. 

Til að hafa þátttökurétt þurfa keppendur að hafa náð 20 ára aldri.

Leiðbeiningar um skráningu:
Skráning í mótið fer fram í rástímaskráningu í Golfbox og er eingöngu hægt að bóka tvo leikmenn (eitt lið) í hvert holl. Valinn er völlurinn „GR – The Famous Grouse Open, Betri bolti“ á dagsetningu mótsins 06.06.2020. ATH! Rástímarnir birtast á 5 mínútna fresti en þeir sem eru skráðir kl. 08:00 og 08:05 fara saman út kl. 08:00 – 08:10 og 08:15 fara saman út kl. 08:10 o.s.frv. Daginn fyrir mót verður réttur rástímalisti sendur á keppendur.

Verðlaun í mótinu  eru glæsileg:

1. sæti - Glæsileg golf ferð til Vestmannaeyja fyrir tvo x 2
Innifalið: Ferð með Herjólfi til og frá Vestmannaeyjum, gisting í eina nótt á Hótel Vestmannaeyjar með morgunverði og aðgangi að heilsulindinni, ásamt tveimur golfhring hjá Golfklúbbi Vestmannaeyjar.

 • Glæsilegur golf fatnaður frá Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar x 2
 • The Famouse Grouse 12 ára x 2
 • Muga Reserva magnum x 2

2. sæti - Gjafabréf fyrir tvo á Reykjavík Meat x 2

 • Gjafabréf - Örninn Golf x 2
 • The Famous Grouse 12 ára x 2
 • Muga Reserva x 2

3. sæti - Gjafabréf – Örninn Golf x 2

 • The Famous Grouse 12 ára x 2
 • Muga Reserva  x 2

Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir besta séntilmanna golf búninginn – Kormákur frá Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar mun sjá um að velja vinningshafann.

 • The Famous Grouse 12 ára
 • Frederik Bagger kristals Crispy Old Fashioned karafla
 • Gjafabréf frá GR – hringur á golfvellum GR fyrir tvo

Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 brautum vallarins.

Úrslit úr mótinu verða birt á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur eftir að móti lýkur. 

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Harpa Ægisdóttir, harpa@grgolf.is

Til baka í yfirlit