Þorrablót GR 2018 verður haldið föstudaginn 26. janúar

Þorrablót GR 2018 verður haldið föstudaginn 26. janúar

Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við Klúbbhúsið ætlar að blása til Þorrablóts föstudaginn 26. janúar 2018 og fer fram í golfskálanum Grafarholti.

Dagskrá kvöldsins verður vel skipuð – Hallgrímur Ólafsson mun sjá um veislustjórn, Jógvan Hansen mun leiða fjöldasöng með hópnum og að lokum ætlar Eyþór Ingi að mæta og skemmta gestum af sinni einskæru snilld.

Húsið opnar kl. 19:00 og hefst borðhald kl. 20:00.

Á boðstólum verður allt það súrmeti sem góðum Þorra sæmir, hrútspungar, lundabaggar, lifrapylsa og slátur svo eitthvað sé nefnt. Einnig nýmeti eins og hangikjöt, svið og sviðasulta ásamt öðru meðlæti. Fyrir þá sem ekki þora í þorramatinn verður boðið upp á lambasteik með bernaise, kartöflum og grænmeti. Þorramatseðil Klúbbhússins má finna í heild sinni hér

Á barnum verða eftirfarandi tilboð:

Stór bjór, kr. 900
Skot, kr. 1.000
Léttvín, kr. 1.000
Gos, kr. 300

Verð pr. mann er kr. 7.500 og aldurstakmark á viðburðinn er 20 ár.

Borðapantanir fara fram í gegnum síma 661-0430 eða á netfangið grveitingar@grveitingar.is

Til baka í yfirlit