Opnað verður fyrir rástímabókun í Golfbox fyrir leik á Thorsvelli frá og með morgundeginum 15. apríl. Rástímabókun á völlinn er til að auðvelda félagsmönnum að fara eftir þeim reglum sem settar hafa verið á um ástundun golfíþróttarinnar á tímum samkomubanns. Einnig má líta á þetta sem gott tækifæri til að venjast nýja tölvukerfinu, Golfbox, áður en golfvertíðin fer á fulla ferð.
Völlurinn er eingöngu opinn félagsmönnum og verður hægt að bóka sig í rástíma á 15 mínútna fresti, eins og segir í reglum þá er ekki ætlast til þess að kylfingar mæti til leiks fyrr en 10 mínútur eru í bókaðan rástíma. Golfbílaumferð verður leyfð á Thorsvelli en á það eingöngu við um einkabíla.
Við vekjum athygli á að völlurinn er viðkvæmur og biðjum félagsmenn að hafa í huga að laga eftir sig bolta- og kylfuför sem myndast.
Hægt er að kynna sér þær reglur sem hafa verið settar um ástundun golfíþróttarinnar á tímum samkomubanns hér
Golfklúbbur Reykjavíkur