Okkur er mikil ánægja af því að kynna fyrir félagsmönnum samstarf okkar við þriðja vinavöll sumarsins 2017 – Golfklúbbur Vestmannaeyja.
Þetta í fyrsta sinn sem GR og GV fara í samstarf með þessum hætti og er það von okkar að félagsmenn GR verði sáttir með þessa nýjung og komi til með að nýta sér þennan vinavallasamning á. Eins og flestir kylfingar vita þá er Vestmannaeyjavöllur einn af glæsilegustu golfvöllum landsins og var meðal annars í 34. sæti á lista yfir 100 bestu golfvelli Norðurlanda árið 2016.
Líkt og á öðrum vinavöllum skal framvísa félagsskírteini áður en leikur hefst og greiða vallargjald í afgreiðslu Golfklúbbs Vestmannaeyja. Fullt vallargjald á völlinn er 5.000 kr., félagsmenn GR greiða einungis 3.500 kr. fyrir hvern spilaðan hring og skiptir þá ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur.
Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.
Samhliða þessu samstarfi hefur aðal samstarfsaðili félagsins, Eimskip, komið á móts við félagsmenn okkar með því að bjóða eftirfarandi tilboð í Herjólf:
Tilboð þetta gildir þegar siglt er til Landeyjahafnar og á því tímabili sem golfvöllurinn opinn. Gefa skal upp kennitölu þess félagsmanns sem bókar ásamt rástíma. Gegn framvísun félagsskírteinis í kaffisölu fá félagsmenn einnig 15% afslátt af hamborgaratilboði um borð.
"Það er von mín að félagsmenn GR geri sér ferð til Vestmannaeyja í sumar og hafi gaman af“.
Ómar Örn Friðriksson,
Framkvæmdastjóri GR