Ungir GR-ingar lönduðu þremur Íslandsmeistaratitlum á Íslandsmóti í holukeppni unglinga sem leikið var hjá Golfklúbbi Suðurnesja um helgina. Það voru þau Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Bjarni Þór Lúðvíksson og Dagbjartur Sigurbrandsson sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitlana í gær.
Árangur GR-inga var heilt yfir virkilega góður og komust alls 28 kylfingar af 34 úr GR í 16 manna úrslit eftir höggleik, 18 í 8 manna úrslit, 11 í leiki um verðlaunasæti (5 í úrslit).
Áskorendamótaröðin var einnig leikin í Grindavík á föstudaginn þar sem 6 vaskir GR-ingar tóku þátt og stóðu sig með sóma á skemmtilegum og krefjandi Húsatóftavelli.
Helstu úrslit hjá okkar fólki má sjá hér fyrir neðan.
Við óskum öllum Íslandsmeisturunum til hamingju með titlana og öðrum sigurvegurum innilega til hamingju með árangur helgarinnar!
Áfram GR!
Helstu úrslit hjá GR um helgina:
Íslandsmót í Holukeppni (GS)
14 ára og yngri stúlkur
1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir
3. Pamela Ósk Hjaltadóttir
14 ára og yngri strákar
4. Hjalti Kristján Hjaltason
15 – 16 ára stúlkur
3. Nína Margrét Valtýsdóttir
15 – 16 ára strákar
1. Bjarni Þór Lúðvíksson
4. Jóhann Frank Halldórsson
17 – 18 ára stúlkur
2. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
4. Ásdís Valtýsdóttir
17 – 18 ára piltar
1. Dagbjartur Sigurbrandsson
2. Böðvar Bragi Pálsson
3. Tómas Eiríksson Hjaltested
Áskorendamótaröðin (GG)
10 ára og yngri stúlkur
2. Ragna Lára Ragnarsdóttir
10 ára og yngri strákar
6. Ingimar Jónasson
12 ára og yngri strákar
4. Benedikt Líndal Heimisson
14 ára og yngri stúlkur
T2. Margrét Jóna Eysteinsdóttir
5. Erna Steina Eysteinsdóttir
14 ára og yngri strákar
2. Jón Eysteinsson
Við minnum á skráningu í Íslandsmót unglinga (GK) og Áskorendamótaröðina (GSE) sem fram fara um næstu helgi.
Kveðja,
Þjálfarar