Þrír íslenskir kvenkylfingar taka þátt á Opna breska áhugamannamótinu

Þrír íslenskir kvenkylfingar taka þátt á Opna breska áhugamannamótinu

Þrír íslenskir kvenkylfingar - Ragnhildur Kristinsdóttir (GR), Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR) og Hulda Clara Gesstdóttir (GKG),  taka nú þátt á Opna breska áhugamannamótinu sem leikið er á Kilmarnock, Barassie, í Skotlandi. Þetta er í 118 sinn sem mótið er leikið en mótið er hluti af keppnisdagskrá R&A í Skotlandi og fær sigurvegarinn tækifæri til þess að leika á risamótum á atvinnumótaröðum í kvennaflokki. Opna breska áhugamannamótið er eitt sterkasta áhugamannamótið í kvennaflokki sem fram fer árlega en keppendur nú eru alls 144.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknar eru 36 holur með höggleiksfyrirkomulagi – 64 efstu kylfingarnir komast áfram í næstu umferð þar sem að holukeppni tekur við. Í holukeppninni eru leiknar 18 holur í hverri umferð en úrslitaleikurinn er 36 holur.

Mótið stendur yfir fram á laugardag en fyrsti hringurinn var leikinn í gær, Ragnhildur Kristinsdóttir er efst eins og er á -6 eftir tvo hringi. Hulda Clara er samtals +3 eftir tvo hringi og Jóhanna Lea á samtals +11.

Sigurvegari úr móti helgarinnar vinnur sér inn keppnisrétt á fjórum risamótum hjá atvinnukylfingum -  AIG mótinu, Opna bandaríska meistaramótinu, Evian meistaramótinu og Augusta National meistaramótinu.

Við fylgjumst spennt með og óskum stelpunum alls hins besta á móti helgarinnar

Hægt er að fylgjast með skori og stöðu keppenda hér

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit