Það voru 152 GR konur sem mættu á fimmta púttkvöldið, þrjár voru á besta skori kvöldsins, 28 höggum þær Anna E. Gunnarsdóttir, Doneira Velez og Margrét Karlsdóttir. Þar sem það voru þrjár jafnar að þessu sinni var horft til seinni 9 holanna og þar var Margrét með besta skorið.
Staðan í mótinu eftir 5 skipti er þannig að Linda Björk Bergsveindóttir og Sólveig Pétursdóttir eru efstar á 116 höggum, Ásta Óskarsdóttir í öðru sæti á 118 höggum og svo eru Doneira Velez, Þórdís Bragadóttir og Anna E. Gunnarsdóttir saman þriðja sæti á 119 höggum samanlagt fyrir fjóra bestu hringina sína og svo raðast kylfingar á eftir þeim og munar ekki miklu á milli efstu sæta. Þetta er farið að verða spennandi og ljóst að það stefnir í æsispennandi keppni sem lýkur með krýningu púttmeistara GR kvenna 2020.
Næsta púttkvöld verður n.k. þriðjudag 3. mars, hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.
Við minnum á að mótið byrjar kl. 17:30 og lýkur 20.30.
Hér má sjá stöðuna eftir fimmtu umferð - Stadan_25.feb_2020.pdf
Við viljum ítreka að merkja skorkortin vel og vandlega með fullu nafni og kt.
Hlökkum til að sjá ykkur kátar og glaðar!
Kær kveðja,
Kvennanefndin