Til félagsmanna 50 ára og eldri – skráning í LEK

Til félagsmanna 50 ára og eldri – skráning í LEK

Allir félagsmenn í íslenskum golfklúbbum, 50 ára og eldri eru sjálfkrafa félagar í LEK – Landssamtökum eldri kylfinga. Tilgangur samtakanna er að efla samstarf og félagsskap eldri kylfinga, standa fyrir mótaröð eldri kylfinga og taka þátt í alþjóðasamstarfi kylfinga innan ESGA.

Á aðalfundi LEK sem haldinn var 10. desember síðastliðinn var skipuð ný stjórn fyrir komandi starfsár. Stjórnin hyggst efla mótaröðina enn frekar, efla fræðslu til félagsmanna og styrkja félagsstarfið eins og kostur er. Svo hægt sé að halda úti félagsstarfi af þessu tagi þarf félagið að geta haft samskipti við félagsmenn. Liður í því er að uppfæra félagatalið og samskiptaupplýsingar.

Allir félagsmenn 50 ára og eldri verða sjálfkrafa félagsmenn í LEK og verða því skráðir í félagatal eldri kylfinga í gagnagrunn félagsins. Þeir félagsmenn sem EKKI vilja vera skráðir í gagnagrunn LEK eru vinsamlegast beðnir um að senda tilkynningu þess efnis á netfangið LEK@golf.is. Engin tímamörk eru á tilkynningu um afskráningu og er hægt að láta vita hvenær sem er vilji kylfingar ekki vera með í félagatali LEK. 

Þjónusta við eldri kylfinga Golfklúbbs Reykjavíkur er aukin og bætt með mótaröð LEK og annari starfsemi sem félagið stendur fyrir og styður klúbburinn við félagsstarf LEK.

Kær kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit