Tilboðsferð til Aberdeen helgina 26.- 29. maí

Tilboðsferð til Aberdeen helgina 26.- 29. maí

Í tilefni af vinavelli okkar í Aberdeen, Skotlandi, hafa Icelandair og Flugfélag Íslands útbúið pakkaferð á flugi og gistingu fyrir félaga í Golfklúbbi Reykjavíkur helgina 26.- 29. Maí – enn eru nokkur sæti laus í ferðina. Innifalið er flug frá Keflavík til og frá Aberdeen ásamt flugvallasköttum, gisting í þrjár nætur á Park Inn by Radisson Aberdeen Hotel með morgunverði. https://www.parkinn.co.uk/hotel-aberdeen 

Verð á mann í tvíbýli í 3 nætur frá kr. 44.900.-
Verð á mann í einbýli í 3 nætur frá kr. 59.900.-
Hægt er að bóka sæti í ferðina hér

Athugið að félagsmenn þurfa sjálfir að bóka rástíma á völlinn og er það ekki innifalið í gjaldinu.

Newmachar Golf Club
Newmachar völlurinn er staðsettur í jaðri Aberdeen, aðeins klukkustunda akstur frá flugvellinum. Klúbburinn býr yfir tveimur 18 holu völlum og flottum æfingasvæðum, bæði fyrir stutta spilið og eins fyrir drive-ið. Vellirnir, Hawkshill og Swailend, eru báðir hannaðir af Dave Thomas, sem er þekktur golfari og golfvallahönnuður.

Vefsíða Newmachar http://www.newmachargolfclub.co.uk/ 

Vinavallasamningur klúbbana mun vera í gildi frá 1. apríl – 30. september og verða vallargjöld með 25% afslætti eingöngu fyrir félagsmenn GR. Framvísa þarf félagsskírteini þegar gengið er frá greiðslu. Afsláttarverð eru þessi:

Hawkshill Championship course
Vallargjald virkir dagar: £45 (fullt vallargjald er £60).
Dagpassi virkir dagar: £60pp (fullt vallargjald er £80).
Vallargjald helgar: £60pp (fullt vallargjald er £80)

Swailend course
Vallargjald virkir dagar: £30 (fullt vallargjald er £40).
Dagpassi virkir dagar: £37.50 (fullt vallargjald er £50).
Vallargjald helgar: £37.50 (fullt vallargjald er £50)
Bóka skal rástíma í gegnum netfangið info@newmachargolfclub.co.uk

Aberdeen er gjarnan kölluð granítborgin, sökum þess hvernig glitrar á fallegar grantítbyggingarnar í sólinni eftir rigningar. Kíktu á frægustu götu Aberdeen „Granite Mile“ á Union Street þar sem meira en 800 verslanir, veitingastaðir og barir bíða þín. Þar getur þú slappað af í fallegum, blómstrandi görðum á milli þess sem þú skoðar þig um, gæðir þér á mat og drykk, verslar og nýtur alls þess sem Aberdeen hefur upp á að bjóða.

Eftir skemmtilegan dag í golfi er er ekki verra að enda daginn á því að rölta meðfram gylltri strandlengju borgarinnar.

Til baka í yfirlit